Þórður G. Pétursson braut ekki reglur flokksins

Fyrr í mánuðinum lauk prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi. Þórður G. Pétursson lenti í efsta sæti prófkjörsins og mun því leiða flokkinn í kjördæminu. Ekki voru allir á eitt sáttir um úrslit kosninganna og krafðist kafteinn Pírata á Vestfjörðum, Halldóra Sigrún Ásgeirsdóttir, þess að listi flokksins skyldi felldur úr gildi þar sem hún sakaði Þórð um að hafa smalað fólki saman til að kjósa sig. Skömmu síðar dró Halldóra framboð sitt til baka þar sem hún sagðist ekki geta stutt listann í kjördæminu.

Framkvæmdastjóri og kosningastjóri Pírata lögðu fram kæru til úrskurðarnefndar þar sem óskaði er eftir því að skorið verði úr um hvort Þórður hafi smalað fólki til að kjósa sig. Úrskurðarnefndin tók málið fyrir og er niðurstaða hennar að Þórður hafi smalað fólki til þess að kjósa sig. Hann braut þó ekki gegn prófkjörsreglum kjördæmaráðs Norðurlands vestra því smölunin átti sér stað áður en regla um bann við smölun tók í gildi. Þórður heldur þar með efsta sæti listans.

Þórður viðurkennir í Facebookfærlsu sem hann skrifaði að hann hafi smalað um 25-35 manns til þess að kjósa sig, bæði fjölskylda og vinir. Þórður ætlar að halda efsta sætinu og tekur fram að af hans viti hafi hann verið lýðræðislega kosinn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.