Sævar Harðarson, framkvæmdastjóri Skipavíkur.

„Þetta er alltaf rekið á sömu gömlu góðu kennitölunni“

Skipavík í Stykkishólmi er alhliða verktakafyrirtæki og þar starfa rúmlega 60 manns. Skessuhorn ræddi við Sævar Harðarson í síðustu viku, en hann hefur verið framkvæmdastjóri Skipavíkur síðan 1998, en sama ár keypti Sigurjón Jónsson meirihluta í félaginu. Eru þeir tveir eigendur fyrirtækisins í dag. Eins og nafnið gefur til kynna eru að sjálfsögðu smíðuð skip og bátar hjá Skipavík, auk vélsmíðavinnu sem þeirri starfsemi fylgir. Flest verkefni fyrirtækisins um þessar mundir eru hins vegar á sviði húsbygginga, en þar að auki rekur Skipavík verslun í Stykkishólmi og leigir út fasteignir. „Síðan höfum við undanfarinn áratug sinnt viðhaldi á kerjum í kerskála Norðuráls á Grundartanga. Það er í höndum starfsmanna Skipavíkur sem eru búsettir í Borgarnesi og á Akranesi. Þá sáum við um niðursetningu á öllum straumliðum Norðuráls þegar álverið var stækkað á sínum tíma,“ segir Sævar. „Hjá Skipavík er í rauninni allt nema jarðvinna, pípulagnir og málari. Við höfum reyndar verið með starfandi pípulagningameistara en ekki þessa stundina,“ bætir hann við.

Rætt er nánar við Sævar Harðarson, framkvæmdastjóra Skipavíkur í Stykkishólmi, í Skessuhorni vikunnar.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira