Þegar verið var að undirbúa myndatöku vildi svo skemmtilega til að María Bæringsdóttir átti leið hjá. Hún rak heimagistingu að Höfðagötu 11 þar til 2010, árið sem hún varð áttræð. „Það var svo gaman í gistingunni að mér datt ekki í hug að hætta fyrr,“ sagði María sem munað ekkert um að stilla sér upp á mynd með Ellu Birnu Sigurðardóttur, rekstrarstjóra gistiheimilisins Höfðagata Gisting.

„Leggjum áherslu á að gestirnir finni að þeir eru velkomnir“

Að Höfðagötu 11 í Stykkishólmi er starfrækt gistiheimilið Höfðagata Gisting. Má segja að það sé elsta starfandi gistiheimilið í bænum. „Eftir því sem ég best veit var hér fyrst Heimagisting Maríu, rekin af Maríu Bæringsdóttur frá 1992. María ákvað að hætta 2010, árið sem hún varð áttræð,“ segir Birna Elínbjörg Sigurðardóttir rekstrarstjóri, betur þekkt sem Ella Birna. Árið sem María hætti keypti fyrirtækið Gistiver ehf. húsnæðið og nafninu var breytt í Höfðagata Gisting sem er gistiheimili með svokölluðu „bed & breakfast“ fyrirkomulagi. Hefur Ella Birna verið rekstrarstjóri gistiheimilisins allar götur síðan. „Það hefur verið nóg að gera síðan við tókum við rekstrinum og fjöldi ferðamanna hefur vaxið jafnt og þétt. Þegar við tókum við árið 2010 þá náði háannatíminn frá miðjum júní og fram í miðjan ágúst, um það bil. Síðan þá hefur ferðamönnum fjölgað, aðsóknin aukist og háannatíminn lengst um mánuð eða svo í báðar áttir. Nú er háannatíminn frá miðjum maí og fram í miðjan september og nánast fullbókað allan tímann,“ segir hún. Bókun var að sögn Ellu Birnu mjög góð á liðnu sumri og bókanir fyrir næsta ár fara vel af stað. „Það var nánast fullt hjá okkur á hverjum degi og þegar komið fullt af bókunum fyrir næsta sumar,“ segir hún.

Nánar er rætt við Ellu Birnu Sigurðardóttur í Skessuhorni vikunnar.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira