Víða straumleysi aðfararnótt föstudags

Rafmagnslaust verður norðan Skarðheiðar aðfarranótt föstudagsins 26. ágúst frá kl. 01:00 til kl. 06:00 vegna vinnu Landsnets í aðveitustöð við Vatnshamra í Andakíl. Um er að ræða allt svæðið norðan Skarðsheiðar, þ.e. Borgarfjörð, Mýrasýslu og þar með talið alla þéttbýlisstaði, svo sem Borgarnes, Bifröst og Hvanneyri. Rarik bendi einnig raforkunotendum á Snæfellsnesi á að varavélar verða keyrðar eftir því sem við verður komið á norðanverðu Snæfellsnesi. Notendur á svæðinu geta orðið fyrir einhverjum truflunum á raforkuafhendingu. „Hafið ekki viðkvæm raftæki í notkun þegar rafmagnið fer af og hugið að endurstilla öll tímastillt raftæki sem kunna að hafa breytt sér,“ segir í tilkynningu frá Rarik sem jafnframt biðst velvirðingar á þeirri röskun sem rafmagnsleysið hefur í för með sér fyrir notendur.

Líkar þetta

Fleiri fréttir