Skipuleggur alþjóðlega tækniráðstefnu í Hörpu

Nú í þessari viku, dagana 25. og 26. ágúst, fer fram tækniráðstefna í Hörpu í Reykjavík. Einn af skipuleggjendum ráðstefnunnar er Borgfirðingurinn Axel Máni Gíslason. Axel útskrifaðist úr Menntaskóla Borgarfjarðar árið 2012 og hélt eftir útskrift í tölvunarfræði í Háskólann í Reykjavík. „Ég valdi tölvunarfræðina af forvitni. Ég hafði lítið sem ekkert forritað þegar ég hóf nám en forvitnin var fljót að breytast í brennandi áhuga í náminu,“ segir Axel Máni. Á ráðstefnunni, sem Axel skipuleggur nú ásamt átta öðrum, koma saman einstaklingar sem deila áhuga á forritunarmálinu JavaScript. „Þetta er tækniráðstefna sem haldin hefur verið í átta ár og var fyrst haldin í Bandaríkjunum en síðar hefur hún borist út um allan heim. Ráðstefnan er fyrst og fremst hugsuð fyrir þá sem eru einlægir áhugamenn um JavaScript og er hún vettvangur fyrir einstaklinga að ræða saman, fá aðstoð og heyra hvað aðrir eru að gera,“ segir Axel Máni.

Í Skessuhorni vikunnar er rætt nánar við Axel Mána um ráðstefnuna.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira