Hér glittir í auglýsingaskilti Krónunnar lengst til vinstri. Til stóð að því yrði skipt út fyrir rafrænt auglýsingaskilti.

Hafna uppsetningu skiltis við Hvalfjarðargöng

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur hafnað beiðni Akraneskaupstaðar um að sett verði upplýsingaskilti við norðurenda Hvalfjarðarganga. Til stóð að Knattspyrnufélag ÍA myndi setja upp auglýsingaskilti sem myndi blasa við vegfarendum þegar komið væri upp úr Hvalfjarðargöngum að norðanverðu. Í erindi Akraneskaupstaðar var einnig beiðni um breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar svo síðar verði unnt að setja upp auglýsingar á umrætt skilti. Erindið var tekið fyrir á sveitarstjórnarfundi í Hvalfjarðarsveit fyrr í mánuðinum. „Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að hafna ósk um uppsetningu upplýsinga á skilti við norðurenda Hvalfjarðarganga þar sem ákvæði náttúruverndarlaga heimila slíkt ekki. Þá hafnar sveitarstjórn einnig beiðni um breytingu á aðalskipulagi um að svæði við norðurenda Hvalfjarðarganga verði breytt í þéttbýli þar sem svæðið uppfyllir að mati sveitarstjórnar ekki forsendur til að það verði skipulagt sem slíkt,“ segir í tillögu í fundargerð sveitarstjórnar sem samþykkt var með sjö atkvæðum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Heba Bjarg er dúx FVA

Föstudaginn 28. maí voru 55 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands. Heba Bjarg Einarsdóttir var með bestan námsárangur á stúdentsprófi með... Lesa meira

Slaka á samkomutakmörkunum

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur tilkynnt um slakanir á samkomutakmörkunum frá og með þriðjudeginum 15. júní. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 150... Lesa meira