Aðgátar er þörf við akstur lyftara sem annarra ökutækja. Ljósm. af.

Aðgát skal höfð við akstur lyftara

Ýmsir sem aka lyftara eru gjarnir á að hlaða körum framan á lyftara sína, eins og sést á meðfylgjandi mynd sem tekin var í Rifi á Snæfellsnesi, og aka síðan áfram. Þá er útsýni fram á við ekkert, eða í það minnsta mjög skert. Við slíkar aðstæður á að bakka lyftaranum, ekki síst ef þvera þarf umferðargötur. Nýverið var lyftara ekið á jeppling á aðalgötu við hafnaskúrinn í Ólafsvík. Jepplingurinn eyðilagðis, en ökumann sakaði ekki.

Líkar þetta

Fleiri fréttir