Jón Rúnar hættur sem skólastjóri

Jón Rúnar Hilmarsson hefur látið af störfum sem skólastjóri leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar, Skýjaborgar og Heiðarskóla. Hann lauk störfum 18. ágúst síðastliðinn. Þetta staðfestir Skúli Þórðarson sveitarstjóri í Hvalfjarðarsveit í samtali við Skessuhorn. Skúli segir að ekki verði auglýst strax eftir nýjum skólastjóra, heldur muni staðgenglar sinna starfinu tímabundið. „Sviðsstjórar í Heiðarskóla og Skýjaborg munu annast skólastjórn fram á skólaárið og staða skólastjóra verður auglýst síðar,“ segir Skúli.

Líkar þetta

Fleiri fréttir