Slökkviliðsmenn voru enn á vettvangi nú á sjötta tímanum í dag en engan reyk lagði frá húsinu.

Slökkvilið kallað að Grundartanga

Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar var á fimmta tímanum í dag kallað út að verksmiðju Elkem Ísland á Grundartanga. Fregnir af vettvangi eru nokkuð óljósar en slökkviliðsmenn eru að störfum í iðnaðarhúsinu. Fólk er ekki talið í hættu og heldur er ekki um opinn eld að ræða nú undir kvöld, samkvæmt heimildum Skessuhorns. Upptök reyks sem um tíma lagði frá húsinu eru sögð vegna bilunar í glussaslöngu.

 

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir