Reykhólar. Ljósm. Steina Matt.

Hyggjast ljósleiðaravæða sveitarfélagið

Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti samhljóða á síðasta fundi sínum að unnin verði áætlun um lagningu ljósleiðara í sveitarfélaginu. Stefnt er að því að áætlunin verði tilbúin nú í haust og verði lögð til grundvallar fyrir umsókn um styrk í Fjarskiptasjóð til framkvæmdarinnar. Lagði sveitarstjórn til að samið verði við Karl Hálfdánarson hjá Radioveri um að hanna kerfið, útbúa umsókn í Fjarskiptasjóð og hafa umsjón með umsóknarferlinu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir