Nú á Framsóknarflokkurinn fjóra þingmenn í NV kjördæmi. F.v. Elsa Lára, Gunnar Bragi, Ásmundur Einar og Jóhanna María. Tvö síðastnefndu ætla að draga sig í hlé. Ljósm. rsg.

Framsóknarmenn kusu uppstillingarnefnd

Framsóknarflokkurinn í Norðvesturkjördæmi hélt aukakjördæmisþing i gær í félagsheimilinu Tjarnarlundi í Saurbæ. Þar lýsti Ásmundur Einar Daðason annar þingmaður flokksins í kjördæminu því yfir að hann muni ekki gefa kost á sér á lista fyrir komandi kosningar. Nokkru fyrr hafði Jóhanna María Sigmundsdóttir fjórði þingmaður flokksins gefið hið sama út. Á fundinum lýsti hins vegar Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis, því yfir að hann sæktist eftir að leiða listann áfram. Elsa Lára Arnardóttir þriðji þingmaður flokksins í kjördæminu sækist nú eftir öðru sætinu. Á þessu aukakjördæmaþingi var felld tillaga um að boða til tvöfalds kjördæmaþings sem fengi það verkefni að kjósa framboðslista. Ástæða þess var sögð sú að ef boðað yrði til tvölfalds kjördæmisþings myndi niðurstaða um framboðslista ekki liggja fyrir nægjanlega snemma, en eins og kunnugt er verða alþingiskosningar laugardaginn 29. október. Þess í stað ákváðu framsóknarmenn í Norðvesturkjördæmi að kjósa uppstillingarnefnd sem mun kynna niðurstöðu sína á kjördæmisþingi sem haldið verður á Bifröst í Borgarfirði 3. og 4. september næstkomandi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira