Framóknarmenn í NV kjördæmi funda um helgina

Framsóknarflokkurinn í Norðvesturkjördæmi hefur boðað til aukakjördæmisþings á morgun, laugardaginn 20. ágúst. Fer fundurinn fram í Félagsheimilinu Tjarnarlundi í Saurbæ og hefst kl. 12.30. Á dagskrá fundarins er m.a. að taka ákvörðun um aðferð við val á lista við alþingiskosningarnar 29. október nk. Í lögum flokksins segir að það sé kjördæmisþing sem ákveði aðferð við val og gengur endanlega frá framboðslista. Reglur um val frambjóðenda geta verið af fimm gerðum: Póstkosning; lokað prófkjör; tvöfalt kjördæmisþing; uppstilling eða opið prófkjör.

Líkar þetta

Fleiri fréttir