Fjórtán sóttu um starf sviðsstjóra hjá Akraneskaupstað

Fjórtán sóttu um starf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Akraneskaupstaðar sem auglýst var til umsóknar fyrr í sumar. Undir sviðið heyrir rekstur grunn,- leik- og tónlistarskóla, íþróttamannvirkja og frístundamiðstöðvar. Sviðsstjórinn ber ábyrgð á áætlanagerð og undirbúningi stefnumótunar í málaflokknum og öðrum verkefnum sem heyra undir sviðið. Fyrirtækið Capacent annast úrvinnslu umsókna en sviðsstjórinn verður ráðinn af bæjarstjórn að fenginni umsögn skóla- og frístundaráðs.

Þeir sem sóttu um starfið eru: Arna B. Árnadóttir aðstoðarskólastjóri, Arnar Ævarsson kennari, Elín María Björnsdóttir alþjóðlegur ráðgjafi, Eydís Aðalbjörnsdóttir kennari, Gísli Jón Kristjánsson sérfræðingur, Jón Rúnar Hilmarsson skólastjóri, Kristinn Reimarsson deildarstjóri, Kristrún Kristinsdóttir launafulltrúi, Ólafur Kjartansson ráðgjafi, Ragnheiður Ásta Birgisdóttir lögfræðingur, Sandra Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri, Sólveig Katrín Hallgrímsdóttir deildarstjóri, Svava Jensen fyrirtækjaeigandi og Valgerður Janusdóttir mannauðsstjóri.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Stangveiðar með drónum

Þegar blaðamaður Skessuhorns renndi niður Facebook í morgun rakst hann á athyglisverða auglýsingu. Þar auglýsti Suður-Afríska fyrirtækið Gannet búnað fyrir... Lesa meira