Helga Sjöfn Andrésdóttir og Stefán Ingi Ólafsson nýir eigendur verslunarinnar Borgarsports í Borgarnesi. Með þeim á myndinni eru börnin þeirra þrjú; Patrekur Darri, Hrafnhildur Brynja og Víkingur Helgi.

Nýir eigendur að Borgarsporti í Borgarnesi

Í dag verður verslunin Borgarsport í Hyrnutorgi í Borgarnesi opnuð af nýjum eigendum, en eigendaskipti urðu fyrr í vikunni þegar Jóhanna Björnsdóttir seldi verslunina. Nýir eigendur eru Helga Sif Andrésdóttir og Stefán Ingi Ólafsson. Jóhanna sagði í samtali við Skessuhorn að nú hafi bara verið rétti tíminn fyrir sig að hætta. „Ég er búin að eiga verslunina í tæp 14 ár og það var annað hvort að hætta núna eða halda áfram og verða gömul kona hérna,“ segir hún og hlær. Verslunin Borgarsport var fyrst opnuð fyrir um 34 árum og eru þau Helga Sif og Stefán Ingi sjöttu eigendurnir. „Mig hefur lengi langað að opna verslun í Borgarnesi og Borgarsport hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér. Þetta er góð verslun með langa sögu og okkur fannst þetta tilvalið tækifæri,“ segir Helga Sif í samtali við blaðamann.

Nánar er rætt við Helgu Sif í Skessuhorni vikunnar.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.