Nemendafélag Háskólans á Bifröst stendur árlega fyrir keppni í sápubolta. Þar er knattspyrna leikin á plastdúk sem á er volgt sápuvatn. Nemendur og starfsfólk sameinast í lið og klæða sig upp í ákveðnu þema. Ljósm. fengin af facebook-síðu nemendafélagsins.

Nýnemadagar standa yfir á Bifröst

Nýnemadagar eru haldnir á Háskólanum á Bifröst í dag, fimmtudaginn 18. ágúst og á morgun föstudag. Verður farið yfir það helsta sem nýnemar þurfa að vita um fyrirkomulag námsins. Dagskráin hófst með formlegri skólasetningu og bjölluhringingu klukkan 13:00 í dag. Kennsla hefst síðan mánudaginn 22. ágúst. Innritun í nám stendur enn yfir en Vilhjálmur Egilsson rektor telur að stúdentar verði á sjötta hundrað talsins. „Nemendur eru ennþá að innrita sig í skólann en það stefnir í að nýnemar verði eitthvað á þriðja hundraðið sem er nokkru færra en undanfarin ár. Heildarfjöldi nemenda verður væntanlega á sjötta hundrað en nákvæm tala liggur fyrir þegar vika er liðin af kennslu,“ segir hann. Undanfarin ár hafa konur verið drjúgur meirihluti nemenda, allt að tveir þriðju og rektor segir ekkert benda til þess að það hlutfall sé að breytast.

Akademískir starfsmenn í föstu starfi við Háskólann á Bifröst eru nálægt 30 talsins og starfsmenn þjónustueininga og stjórnsýslu rúmlega 20. „Til viðbótar koma svo stundakennarar sem kenna einstök námskeið en fjöldi þeirra er mjög breytilegur,“ segir Vilhjálmur.

Nánar er rætt við Vilhjálm og sagt frá skólastarfinu sem framundan er í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Heba Bjarg er dúx FVA

Föstudaginn 28. maí voru 55 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands. Heba Bjarg Einarsdóttir var með bestan námsárangur á stúdentsprófi með... Lesa meira

Slaka á samkomutakmörkunum

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur tilkynnt um slakanir á samkomutakmörkunum frá og með þriðjudeginum 15. júní. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 150... Lesa meira