Laun sveitarstjórnarmanna undir viðmiðum SÍS

Á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar þriðjudaginn 16. ágúst síðastliðinn voru til umræðu viðmiðunarlaun sveitarstjórnarmanna. Í stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir árin 2014-2018 er kveðið á um að sambandið skuli gera úttekt á kjörum og starfsumhverfi kjörinna fulltrúa og ástæðum mikillar endurnýjunar í þeirra röðum. Á grundvelli þeirra upplýsinga verði síðan gerðar tillögur að úrbótum og leiðbeinandi viðmiðum. Viðmiðunartafla um laun kjörinna fulltrúa liggur nú fyrir. Á fundi sveitarstjórnar Dalabyggða kemur fram að núverandi laun almennra fulltrúa í sveitarstjórn er 13-72% lægri en viðmiðunartaflan segir til um. Sveitarstjórn lagði því til að byggðarráð tæki málið til umfjöllunar samhliða gerð fjárhagsáætlunar Dalabyggðar fyrir árin 2018-2021.

Líkar þetta

Fleiri fréttir