Halldór Sigurkarlsson og Kolbrá frá Söðulsholti sigruðu fimmgang í opnum flokki. Ljósm. iss.

Héldu Bikarmót Vesturlands í Borgarnesi

Bikarmót Vesturlands í hestaíþróttum fór fram síðasliðinn laugardag í Borgarnesi. Að þessu sinni var það hestamannafélagið Skugga í Borgarnesi sem hélt mótið, en hestamannafélögin á Vesturlandi hafa skipst á um að halda það. Rúmlega 120 skráningar bárust og varð þetta fyrir vikið ansi langur dagur, en mótið byrjaði klukkan níu um morguninn og var ekki búið fyrr en að ganga tíu um kvöldið. Í Skessuhorni vikunnar eru öll helstu úrslit rakin. Mótið er einnig keppni á milli hestamannafélganna á Vesturlandi og að þessu sinni var það hestamannafélagið Skuggi sem bar sigur úr býtum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir