Reykhólar. Eldri loftmynd: Mats Wibe Lund.

Flóamarkaður og skákmót á Reykhólum

Blásið verður til flóamarkaðar í húsnæði Báta- og hlunnindasýningarinnar á Reykhólum laugardaginn 20. ágúst. Markaðurinn mun hefjast kl. 11 og lýkur kl. 15. Áhugasamir geta pantað söluborð í síma 894-1011 eða á info@reykholar.is fyrir föstudag.

Eins og Skessuhorn hefur áður greint frá verður Minningarmót Birnu Norðdahl skákmeistara haldið á Reykhólum þennan sama dag. Margir af fremstu skákmönnum þjóðarinnar hafa boðað komu sína. Mótið hefst kl. 14 í íþróttahúsinu og verða tefldar átta umferðir með tíu mínútur á skákklukkunni. Kvenfélagskonur bjóða upp á léttar kaffiveitingar í kaffihléi og um kvöldið verður hátíðarkvöldverður í íþróttahúsinu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Heba Bjarg er dúx FVA

Föstudaginn 28. maí voru 55 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands. Heba Bjarg Einarsdóttir var með bestan námsárangur á stúdentsprófi með... Lesa meira

Slaka á samkomutakmörkunum

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur tilkynnt um slakanir á samkomutakmörkunum frá og með þriðjudeginum 15. júní. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 150... Lesa meira