Erlendir ferðamenn við Hraunfossa í Borgarfirði fyrr í sumar. Ljósm. mm.

Erlendir ferðamenn 31% fleiri í júlí en í fyrra

Í júlí síðastliðnum nam erlend greiðslukortavelta 31,4 milljörðum króna samanborið við 24 milljarða í sama mánuði 2015. Um er að ræða ríflega 31% aukningu milli ára. Í samantekt Rannsóknamiðstöðvar verslunarinnar kemur fram að kortavelta erlendra ferðamanna í júlí var sú mesta í einum mánuði frá upphafi en fyrra met var sett í júní síðastliðnum þegar erlendir ferðamenn greiddu vörur og þjónustu fyrir um 26 milljarða króna með kortum sínum. Líkt og undanfarna mánuði var vöxtur í öllum útgjaldaliðum. Myndarlegur vöxtur var í dagvöruverslun í júlí en ferðamenn greiddu 1.357 milljónir til dagvöruverslana í mánuðinum eða 45,6% meira en í júlí í fyrra. Ef litið er á erlenda greiðslukortaveltu til verslunar í heild þá var hún rúmir 4,7 milljarðar í júní, 25% meiri en í júlí 2015.

Erlendir ferðamenn greiddu 30,8% meira fyrir gistiþjónustu samanborið við sama mánuð í fyrra, alls 6,2 milljarða, 29,5% meira á veitingastöðum eða 3,5 milljarða og 2,8 milljarða fyrir bílaleigubíla, 36% meira en í júlí 2015. Þá má nefna að menningartengd ferðaþjónusta jókst um 39% í mánuðinum miðað við júlí í fyrra. Í júlí komu 236 þúsund ferðamenn til landsins um Leifsstöð samkvæmt talningu Ferðamálastofu, 30,6% fleiri en í sama mánuði í fyrra.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira