Þúsund og fimm óku of hratt

Alls voru 1005 ökumenn myndaðir fyrir hraðakstur af hraðamyndavélum lögreglunnar víðs vegar um landið í vikunni sem leið, en þar af voru 132 myndaðir af hraðamyndavélunum sem eru við Fiskilæk sunnan við Hafnarfjall og við Hagamel sunnan Laxár í Hvalfjarðarsveit. Þá mældu lögreglumenn í umferðareftirliti á Vesturlandi 32 ökumenn fyrir of hraðan akstur víðs vegar í umdæminu. Einn ökumaður var tekinn fyrir ölvun við akstur í vikunni sem leið.

Líkar þetta

Fleiri fréttir