Árleg kaffisala framundan í Ölveri

Hin árlega kaffisala í sumarbúðum KFUM og KFUK í Ölveri í Melasveit verður núna á sunnudaginn milli klukkan 14:00 og 17.00. Kaffisalan er rómuð fyrir vandað kaffihlaðborð þar sem borðin svigna undan krásum. Allur ágóði af kaffisölunni rennur til uppbyggingar sumarbúðastarfsins. Þetta árið verður haldin guðsþjónusta fyrir kaffisöluna kl. 13:00 og mun Sr. Guðni Már Harðarson þjóna og vígja nýtt vatnsból og vatnsleiðslu í Ölveri í kjölfarið. Verð á kaffisöluna er 2000 krónur og 1000 krónur fyrir börn 12 ára og yngri en frítt fyrir leikskólabörn. Verið velkomin á kaffisöluna í Ölveri.

-fréttatilkynning

Líkar þetta

Fleiri fréttir