120 ára vígsluafmæli Akraneskirkju

Þess verður minnst næstkomandi sunnudag, 21. ágúst, að 120 ár eru liðin frá því að Akraneskirkja var vígð. Af því tilefni verður efnt til hátíðarguðþjónustu kl. 14. Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar. Prestar Akraneskirkju, þeir sr. Eðvarð Ingólfsson og sr. Þráinn Haraldsson og sr. Þorbjörn Hlynur Árnason prófastur, þjóna í athöfninni. Sóknarnefndarfólk les ritningarorð. Kór Akraneskirkju syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar organista. Kirkjugestum verður boðið til kaffisamsætis í Safnaðarheimilinu Vinaminni að guðsþjónustu lokinni. „Akurnesingar og aðrir kirkjuvinir eru hvattir til þess að taka þátt í þessari hátíðarguðþjónustu á merkum tímamótum í sögu safnaðarins,“ segir sr. Eðvarð Ingólfsson sóknarprestur.

Líkar þetta

Fleiri fréttir