Nýjum leiktækjum komið upp á tjaldsvæðinu við Kalmansvík

Í gær var verið að ljúka framkvæmdum á tjaldsvæðinu við Kalmansvík á Akranesi. Unnið hefur verið að því að setja upp ný leiktæki á tjaldsvæðið. Á vef Akraneskaupstaðar kemur fram að nýju leiktækin sem um ræðir séu klifurgrind, jafnvægisbrú og hengirúm frá Kompunni, en fyrirtækið Krummi sér um að flytja leiktækin til landsins. Ásamt þessum nýju leiktækjum hafa rólurnar sem fyrir voru verið lagfærðar en kastalinn sem fyrir var hefur verið fjarlægður þar sem hann var talinn geta valdið slysahættu. Stefnt er að því að framkvæmdum verði lokið í vikunni og þá verður öllum frjálst að prófa nýju tækin.

Líkar þetta

Fleiri fréttir