
Niðurstöður prófkjörs Pírata
Prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi vegna komandi alþingiskosninga er lokið. Kosningar í prófkjörinu voru rafrænar og fóru fram dagana 8. til 15. ágúst. Alls gáfu 17 kost á sér á lista og 95 greiddu atkvæði, eða 72,5% Pírata í kjördæminu. Niðurstöður prófkjörsins hafa verið birtar á heimasíðu flokksins. Þær eru eftirfarandi:
- Þórður Guðsteinn Pétursson
- Gunnar Jökull Karlsson
- Eiríkur Þór Theódórsson
- Eva Pandora Baldursdóttir
- Gunnar I. Guðmundsson
- Halldóra Sigrún Ásgeirsdóttir
- Hafsteinn Sverrisson
- Herbert Snorrason
- Vigdís Pálsdóttir
- Elís Svavarsson
- Þorgeir Pálsson
- Hildur Jónsdóttir
- Þráinn Svan Gíslason
- Fjölnir Már Baldursson
- Gunnar Örn Rögnvaldsson
- Ómar Ísak Hjartarson
- Egill Hansson.
Á heimasíðu Pírata segir að kjördæmisráð eigi eftir að fara yfir röðun í samráði við frambjóðendur. Niðurstöður prófkjörsins eru því birtar með þeim fyrirvara. Þegar farið hefur verið yfir listann af kjördæmisráði og frambjóðendum verður endanlegur listi birtur. Þá fer hann í staðfestingarkosningu þar sem allir Píratar á landinu fá að greiða atkvæði um hvort listinn verður notaður í kosningum.