Niðurstöður prófkjörs Pírata

Prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi vegna komandi alþingiskosninga er lokið. Kosningar í prófkjörinu voru rafrænar og fóru fram dagana 8. til 15. ágúst. Alls gáfu 17 kost á sér á lista og 95 greiddu atkvæði, eða 72,5% Pírata í kjördæminu. Niðurstöður prófkjörsins hafa verið birtar á heimasíðu flokksins. Þær eru eftirfarandi:

 

 1. Þórður Guðsteinn Pétursson
 2. Gunnar Jökull Karlsson
 3. Eiríkur Þór Theódórsson
 4. Eva Pandora Baldursdóttir
 5. Gunnar I. Guðmundsson
 6. Halldóra Sigrún Ásgeirsdóttir
 7. Hafsteinn Sverrisson
 8. Herbert Snorrason
 9. Vigdís Pálsdóttir
 10. Elís Svavarsson
 11. Þorgeir Pálsson
 12. Hildur Jónsdóttir
 13. Þráinn Svan Gíslason
 14. Fjölnir Már Baldursson
 15. Gunnar Örn Rögnvaldsson
 16. Ómar Ísak Hjartarson
 17. Egill Hansson.

 

Á heimasíðu Pírata segir að kjördæmisráð eigi eftir að fara yfir röðun í samráði við frambjóðendur. Niðurstöður prófkjörsins eru því birtar með þeim fyrirvara. Þegar farið hefur verið yfir listann af kjördæmisráði og frambjóðendum verður endanlegur listi birtur. Þá fer hann í staðfestingarkosningu þar sem allir Píratar á landinu fá að greiða atkvæði um hvort listinn verður notaður í kosningum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir