Fulltrúar Sendó færðu Lífsbjörgu góða gjöf

Björgunarsveitinni Lífsbjörgu og áhöfn björgunarbátsins Bjargar í Rifi barst góð gjöf á dögunum. Það var flutningafyrirtækið Sendó sem færði félaginu fjórar VHF hand-talstöðvar að gjöf. Þær eru af gerðinni Vertex VX-454 og er það Ísmar sem flytur þær inn. Munu þær leysa af fjórar eldri stöðvar sem voru komnar til ára sinna. Gunnþór Yngvason afhenti talstöðvarnar fyrir hönd eigenda Sendó, þeirra Arnar Steinars Arnarsonar og Lindu Drafnar Jónsdóttur, með óskum um að talstöðvarnar nýtist vel. Hafþór Svansson og Viðar Páll Hafsteinsson veittu gjöfinni viðtöku fyrir hönd Björgunarsveitarinnar Lífsbjargar, ásamt Þresti Albertssyni umsjónarmanni björgunarbátsins Bjargar. Vildu þeir koma á framfæri kæru þakklæti fyrir þessa góðu gjöf sem mun örugglega nýtast vel.

Líkar þetta

Fleiri fréttir