Jóhanna María Sigmundsdóttir. Ljósm. mm.

Yngsti þingmaður sögunnar ætlar ekki í framboð

Jóhanna María Sigmundsdóttir fjórði þingmaður Framsóknarflokks í Norðvesturkjördæmi hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs í kosningunum sem framundan eru í haust. Þetta tilkynnti hún á Facebook síðu sinni fyrr í dag. Jóhanna María er yngsti Íslendingurinn í sögunni til að taka sæti á Alþingi, var 21 árs þegar kosið var 2013. Síðasta sumar flutti Jóhanna María, foreldrar hennar og fjölskylda  búferlum frá Látrum við Ísafjarðardjúp og tóku á leigu jarðirnar Mið- og Syðstu-Garða í Kolbeinstaðarhreppi þar sem þau reka kúabú. Þótt hún bjóði ekki fram kveðst hún vona að eitt af fjórum efstu sætunum á lista Framsóknarflokksins í hverju kjördæmi verði skipað ungum einstaklingi. Þeir eigi erindi á Alþingi Íslendinga.

Líkar þetta

Fleiri fréttir