Þorsteinn G Gunnarsson.

Nýr upplýsingafulltrúi Landsbjargar

Þorsteinn G. Gunnarsson tók nýverið við starfi upplýsinga- og kynningarfulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Auk samskipta við fjölmiðla mun Þorsteinn vinna að margvíslegum verkefnum fyrir Slysavarnafélagið Landsbjörg sem lúta að málefnum félagsins og útgáfumálum. Þorsteinn hefur víðtæka reynslu af almannatengslum og kynningarmálum eftir að hafa starfað sem ráðgjafi í almannatengslum í 18 ár, lengst af hjá KOM almannatengslum. Þar áður starfaði hann sem blaðamaður, ritstjóri og dagskrárgerðarmaður.

Líkar þetta

Fleiri fréttir