Björgun á landi. Ljósm. úr safni Landsbjargar.

Sækja slasaðan göngumann við Glym

Þrjár björgunarsveitir Landsbjargar af sunnanverðu Vesturlandi; Björgunarfélag Akraness, Björgunarsveitin Brák og Björgunarsveitin Ok, vinna nú saman að björgun slasaðs ferðamanns við Botnsá í Hvalfirði. Hann mun vera slasaður á fæti. Útkall barst laust eftir klukkan 14 í dag og var hinn slasaði staddur ofarlega við ána, uppundir fossinum Glym. Að sögn fulltrúa í svæðisstjórn gengur aðgerðin vel og eru björgunarsveitarmenn nú á leið niðureftir með hinn slasaða.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir