Vindaspá fyrir miðnætti í kvöld. Grafík: Veðurstofa Íslands.

Spáð er snörpum hviðum við fjöll víða á Vesturlandi

Eftir miðjan daginn hvessir á norðanverðu Snæfellsnesi, einkum vestan Grundarfjarðar. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að hviður geti orðið allt að 25-30 m/s fram eftir kvöldi.  Einnig er hætt við hviðum við Hafnarfjall um tíma í kvöld. „Þá er rétt að vara við mjög hvössum vindi á Kaldadal þvert á veg með grjót- og sandfoki frá því seint í kvöld og fram undir hádegi á morgun,“ segir í tilkynningunni. Ástæða er til að vara ferðalanga t.d. með felli- og hjólhýsi aftan í bílum sínum, sem og hestamenn með kerrur, við að vera á ferð á þessum tíma.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.