Konan fannst heil á húfi

Víðtæk leit hófst í gærkvöldi að ungri konu af höfuðborgarsvæðinu sem saknað hafði verið frá því á föstudag. Meðal annarra tóku björgunarsveitir af sunnanverðu Vesturlandi þátt í leitinni. Þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar fann síðan konuna heila á húfi í morgun. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill koma á framfæri þökkum til allra sem þátt tóku í leitinni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir