Viðreisn auglýsir eftir frambjóðendum í öllum kjördæmum

Stjórn hins nýlega stofnaða stjórnmálaflokks, Viðreisnar, hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að leitað er að kraftmiklum, jákvæðum, traustum og heiðarlegum einstaklingum á framboðslista flokksins fyrir komandi kosningar. „Áhersla er lögð á að á framboðslistum Viðreisnar verði fólk með fjölbreytta reynslu og þekkingu. Konum og körlum verður skipað jafnt til sætis á framboðslistum Viðreisnar. Stillt verður upp á lista í öllum kjördæmum landsins.“

Þá segir að allt frjálslynt fólk sem er sammála meginmarkmiðum flokksins, og vill taka þátt í að gera samfélagið enn betra, er velkomið í hópinn. „Stefna og áherslur Viðreisnar hafa mótast í umræðu og vinnu í fjölmennum málefnahópum undanfarin tvö ár. Áhugasömum er bent á að hafa samband við formann uppstillingarnefndar í sínu kjördæmi fyrir laugardaginn 20. ágúst,“ segir í tilkynningunni. Í Norðvesturkjördæmi er Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðar, formaður uppstillingarnefndar og hefur hann netfangið: gisli@vidreisn.is

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira