Veiddi maríulaxinn í Gufuá

Veiðin í Gufuá í Borgarhreppi var ágæt til 6. júlí, en þá datt hún niður og hefur verið frekar dræm undanfarið sökum þurrka. Veiðikappinn Ísólfur Fjeldsted, sex ára, náði engu að síður maríulaxi sínum úr ánni þrátt fyrir vatnsleysið. Laxinn var um sjö punda hængur og fékkst í veiðistað nr. 37. Nú er hins vegar farið að rigna á svæðinu og stórstraumur gefur veiðimönnum von um að aukið líf fari að færast í ána.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Stangveiðar með drónum

Þegar blaðamaður Skessuhorns renndi niður Facebook í morgun rakst hann á athyglisverða auglýsingu. Þar auglýsti Suður-Afríska fyrirtækið Gannet búnað fyrir... Lesa meira