Kraumandi sjór af makríl

Sjórinn vestan við landið kraumar víða af makríl þessa dagana. Hans verður meðal annars vart við Akranes og norðurmeð vesturströndinni og á Breiðafirði má víða sjá fláka makríltorfa. Alfons Finnsson fréttaritari Skessuhorns tók meðfylgjandi mynd á næstsíðasta degi strandveiðanna, síðastliðinn mánudag. Þarna er Ástgeir bróðir hans á sjó, en allt kringum bátinn kraumar sjórinn af makríl, eins og sjóðandi pottur eða hver.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Mottumars er hafinn

Átaki Krabbameinsfélagsins, Mottumars, var formlega hrundið af stað síðastliðinn föstudag. Átakið snýst um, eins og landsmenn þekkja, krabbamein í körlum.... Lesa meira