Kraumandi sjór af makríl

Sjórinn vestan við landið kraumar víða af makríl þessa dagana. Hans verður meðal annars vart við Akranes og norðurmeð vesturströndinni og á Breiðafirði má víða sjá fláka makríltorfa. Alfons Finnsson fréttaritari Skessuhorns tók meðfylgjandi mynd á næstsíðasta degi strandveiðanna, síðastliðinn mánudag. Þarna er Ástgeir bróðir hans á sjó, en allt kringum bátinn kraumar sjórinn af makríl, eins og sjóðandi pottur eða hver.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir