Biskup og prestar á leið úr afmælis guðsþjónustunni. Ljósm. tfk.

Grundarfjarðarkirkja hálfrar aldar

Síðasta dag júlímánaðar fögnuðu Grundfirðingar því að 50 ár voru liðin síðan Grundarfjarðarkirkja var vígð. Af þessu tilefni predikaði séra Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands ásamt nokkrum fyrrverandi prestum kirkjunnar. Þá voru nokkrir einstaklingar heiðraðir af sóknarnefndinni fyrir dygga þjónustu við Grundarfjarðrakirkju frá upphafi. Þétt setið var í kirkjunni en margir lögðu leið sína til Grundarfjarðar til að fagna þessum tímamótum. Eftir athöfn var boðið til kaffisamsætis í sal Fjölbrautaskóla Snæfellinga.

Sjá fleiri myndir úr athöfninni í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira