Fjórir sækjast eftir að leiða lista VG í Norðvesturkjördæmi

Ellefu sendu kjörstjórn Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi yfirlýsingu um framboð til forvals flokksins fyrir komandi alþingiskosningar; fjórar konur og sjö karlar. Flokkurinn á nú einn þingmann í kjördæminu, Lilju Rafney Magnúsdóttur á Suðureyri. Lilja Rafney er í hópi þeirra sem gefa kost á sér til forystu, en auk hennar sækjast eftir fyrsta sætinu þeir Bjarni Jónsson á Sauðárkróki, Lárus Ástmar Hannesson í Stykkishólmi og Rúnar Gíslason í Borgarnesi. Fyrirfram má því búast við spennandi forvali. Póstkosning fer fram dagana 31. ágúst til 5. september, sem verður síðasti dagur til að póstleggja atkvæði. Flokksbundnir íbúar í kjördæminu, 16 ára og eldri, geta tekið þátt en þurfa að vera skráðir í flokkinn fyrir 21. ágúst nk.

Opinn kynningarfundur frambjóðenda verður haldinn miðvikudaginn 24. ágúst kl. 20:00 í Alþýðuhúsinu Sæunnargötu 2a í Borgarnesi og verður hann sendur út á netinu.

 

Frambjóðendur eru:

Berghildur Pálmadóttir, Grundarfirði, 6.-8. sæti.

Bjarki Hjörleifsson, Stykkishólmi, 4.-5. sæti

Bjarni Jónsson, Sauðárkróki, 1. sæti

Dagný Rósa Úlfarsdóttir, Blönduósi, 3.-5. sæti

Hjördís Pálsdóttir, Stykkishólmi, 5.-7. sæti

Ingi Hans Jónsson; Grundarfirði, 3.-6. sæti

Lárus Ástmar Hannesson, Stykkishólmi, 1.-2. sæti

Lilja Rafney Magnúsdóttir, Suðureyri, 1. sæti

Reynir Eyvindsson, Akranesi, 2.-6. sæti.

Rúnar Gíslason, Borgarnesi, 1.-3. sæti

Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir, Kleppjárnsreykjum, 4.-6. sæti.

Líkar þetta

Fleiri fréttir