Kartaflan og eggið. Ljósm. gs.

Ein kartafla dugar í matinn

„Ég hef aldrei tekið upp svona stóra kartöflu áður. Reyndar á ég eftir að taka kartöflugrasið upp svo ég veit ekki hvað á eftir að leynast undir því þegar upp verður staðið. Allavega þarf ég ekki að taka meira upp í dag. Þessi dugar í matinn í kvöld,“ segir Guðrún Sigurjónsdóttir bóndi á Glitstöðum í Norðurárdal. Kartaflan á myndinni vegur um hálft kíló og er af gerðinni premier. Til samanburðar er venjulegt hænuegg svo fólk átti sig betur á stærðinni. Guðrún kveðst hafa sett niður nokkrar kartöflur í skjóli heima við hús og verið að taka upp smám saman í matinn í sumar. Hinar kartöflurnar hafi hins vegar verið af mjög hefðbundinni stærð.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Heba Bjarg er dúx FVA

Föstudaginn 28. maí voru 55 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands. Heba Bjarg Einarsdóttir var með bestan námsárangur á stúdentsprófi með... Lesa meira

Slaka á samkomutakmörkunum

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur tilkynnt um slakanir á samkomutakmörkunum frá og með þriðjudeginum 15. júní. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 150... Lesa meira