Kartaflan og eggið. Ljósm. gs.

Ein kartafla dugar í matinn

„Ég hef aldrei tekið upp svona stóra kartöflu áður. Reyndar á ég eftir að taka kartöflugrasið upp svo ég veit ekki hvað á eftir að leynast undir því þegar upp verður staðið. Allavega þarf ég ekki að taka meira upp í dag. Þessi dugar í matinn í kvöld,“ segir Guðrún Sigurjónsdóttir bóndi á Glitstöðum í Norðurárdal. Kartaflan á myndinni vegur um hálft kíló og er af gerðinni premier. Til samanburðar er venjulegt hænuegg svo fólk átti sig betur á stærðinni. Guðrún kveðst hafa sett niður nokkrar kartöflur í skjóli heima við hús og verið að taka upp smám saman í matinn í sumar. Hinar kartöflurnar hafi hins vegar verið af mjög hefðbundinni stærð.

Líkar þetta

Fleiri fréttir