
Tíu taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í NV kjördæmi
Frestur er nú liðinn til að skila inn framboðum vegna væntanlegs prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Að sögn Inga Tryggvasonar, lögfræðings og formanns kjördæmisráðs, gefa tíu kost á sér í prófkjörinu, sem fer fram laugardaginn 3. september. Flokkurinn á nú tvo þingmenn í kjördæminu, þá Einar Kristinn Guðfinnsson og Harald Benediktsson. Einar Kristinn hefur ákveðið að hætta í pólitík, en Haraldur er meðal þeirra sem stefna á forystusæti í prófkjörinu.
Eftirtaldir gefa kost á sér:
Aðalsteinn Arason, Skagafirði
Gísli Elís Úlfarsson, Ísafirði
Guðmundur Júlíusson, Akranesi
Hafdís Gunnarsdóttir, Ísafirði
Haraldur Benediktsson, Vestra-Reyni
Jónas Þór Birgisson, Ísafirði
Jónína Erna Arnardóttir, Borgarnesi
Steinþór Bragason, Ísafirði
Teitur Björn Einarsson, Reykjavík
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Kópavogi.