Tíu taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í NV kjördæmi

Frestur er nú liðinn til að skila inn framboðum vegna væntanlegs prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Að sögn Inga Tryggvasonar, lögfræðings og formanns kjördæmisráðs, gefa tíu kost á sér í prófkjörinu, sem fer fram laugardaginn 3. september. Flokkurinn á nú tvo þingmenn í kjördæminu, þá Einar Kristinn Guðfinnsson og Harald Benediktsson. Einar Kristinn hefur ákveðið að hætta í pólitík, en Haraldur er meðal þeirra sem stefna á forystusæti í prófkjörinu.

Eftirtaldir gefa kost á sér:

Aðalsteinn Arason, Skagafirði

Gísli Elís Úlfarsson, Ísafirði

Guðmundur Júlíusson, Akranesi

Hafdís Gunnarsdóttir, Ísafirði

Haraldur Benediktsson, Vestra-Reyni

Jónas Þór Birgisson, Ísafirði

Jónína Erna Arnardóttir, Borgarnesi

Steinþór Bragason, Ísafirði

Teitur Björn Einarsson, Reykjavík

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Kópavogi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.