Þröstur Leó er nú búsettur á Ferjubakka

Heimilisfólkið á Ferjubakka IV í Borgarhreppi hefur á undanförnum dögum látið vel af þresti sem gert hefur sig heimakominn á bænum. Sett var upp hús fyrir hann á stað þar sem hann fær frið fyrir köttunum á svæðinu. Heimasætan Sunna Kristín gaf þrestinum nafnið Þröstur Leó. Hún hugsar afar vel um fuglinn; kíkir reglulega til hans og gefur honum vatn og mat.  Þá kemur hann yfirleitt til hennar og sest á hana eða hjá henni.

Ljósmyndari er móðir Sunnu Kristínar; Eva Rós Björgvinsdóttir.

Líkar þetta

Fleiri fréttir