Þröstur Leó er nú búsettur á Ferjubakka

Heimilisfólkið á Ferjubakka IV í Borgarhreppi hefur á undanförnum dögum látið vel af þresti sem gert hefur sig heimakominn á bænum. Sett var upp hús fyrir hann á stað þar sem hann fær frið fyrir köttunum á svæðinu. Heimasætan Sunna Kristín gaf þrestinum nafnið Þröstur Leó. Hún hugsar afar vel um fuglinn; kíkir reglulega til hans og gefur honum vatn og mat.  Þá kemur hann yfirleitt til hennar og sest á hana eða hjá henni.

Ljósmyndari er móðir Sunnu Kristínar; Eva Rós Björgvinsdóttir.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira