Listahátíðin Plan-B artfestival sett á morgun – dagskrá

Listahátíðin Plan-B artfestival verður haldin í Borgarnesi fyrsta sinni helgina 12-14. ágúst næstkomandi. Hún verður sett á morgun klukkan 18 og stendur fram á sunnudag. Hátíðin er fjölþjóðleg, en um 20 listamenn af sjö mismunandi þjóðernum munu taka þátt í henni. Listamennirnir stunda fjölbreytta list og verða til sýnis verk úr öllum miðlum nútíma myndlistar. Verkin spanna allt frá olíumálverkum og innsetningum til vídeóverka.

Sjá nánar ítarlega umfjöllun í Skessuhorni vikunnar, en meðfylgjandi mynd sýnir dagskrá hátíðarinnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir