Makríll í frystingu hjá HB Granda á Akranesi. Ljósm. úr safni.

Kraftur hljóp í makrílveiðar í júlí

Á vef Fiskistofu er gert grein fyrir afla úr deilistofnum í síðasta mánuði. Þar kemur fram að  íslensk skip lönduðu 35.632 tonnum af makríl í júlí síðastliðnum. Nokkur kraftur hljóp í veiðarnar í síðasta mánuði miðað við þann gang sem fyrir var á þeim. Nær allur makrílafli júlímánaðar veiddist í íslenskri lögsögu að undanskildum 906 tonnum sem veidd voru í lögsögu Grænlands. Makrílafli íslenska flotans fyrstu sjó mánuði ársins var 39,3 þúsund tonn, sem er töluvert minni afli en á sama tíma í fyrra þegar hann nam 64 þúsund tonnum.

Nær enginn kolmunni

Kolmunnaafli íslenskra skipa í júlí nam 31 tonni og er vertíðinni lokið þetta árið. Heildarafli íslenskra skipa á kolmunna var 161 þúsund tonn, sem er töluvert minni afli en í fyrra. Þá veiddust samtals 215 þúsund tonn af kolmunna.
Veiðar á síld úr norsk-íslenska síldarstofninum eru ekki hafnar að neinu marki. Sá afli sem landað var í júlí var meðafli við makrílveiðar, samtals rúm 1500 tonn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir