Velferðarvaktin hvetur sveitarfélög að útvega nemendum frí ritföng

Siv Friðleifsdóttir formaður Velferðarvaktarinnar hefur sent frá sér tilkynningu þar sem hún hvetur sveitarstjórnir, skólanefndir, skólaskrifstofur og skólastjóra til að leggja kostnaðarþátttöku foreldra vegna ritfangakaupa barna af eða halda henni í lágmarki. Velferðarvaktin starfar innan velferðarráðuneytisins og var stofnuð snemma árs 2009 til þess að fylgjast með afleiðingum efnahagshrunsins á heimilin í landinu. Velferðarvaktin hefur í gegnum tíðina komið á framfæri ábendingum um að sveitarstjórnir leggi áherslu á að halda kostnaði heimila vegna skólasóknar barna í lágmarki.

Í úttekt sem Velferðarvaktin gerði og birt var í maí síðastliðnum kemur fram að kostnaður ritfanga er allt frá 400 til 22.300 krónur fyrir foreldra grunnskólabarna. Siv segir í tilkynningunni að þetta samræmist hvorki Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, þar sem segir að allir eigi að njóta sömu réttinda þegar kemur að grunnmenntun, né 31. gr grunnskólalaga, þar sem segir að grunnmenntun skuli vera veitt að kostnaðarlausu og óheimilt sé að krefja nemendur eða foreldra þeirra um greiðslu fyrir kennslu, þjónustu, námsgögn eða annað efni sem nemendum er gert skylt að nota í námi sínu.

Örfá sveitarfélög hafa farið þá leið að útvega nemendum sínum ritföng en þar má nefna Ísafjarðarbæ og Borgarfjörð eystri auk þess sem Sandgerðisbær mun veita nemendum sínum frí ritföng á komandi skólaári.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira