Dögg Mósesdóttir og Kári Viðarsson fyrir framan Frystiklefann í Rifi.

Kvikmyndahátíðin Northern Wave færð um set

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin Northern Wave verður haldin í níunda sinn dagana 21.-23. október í haust. Hátíðin hefur fram að þessu verið haldin í Grundarfirði en í ár mun hún verða færð um set og haldin í Frystiklefanum í Rifi. Dögg Mósesdóttir, stofnandi og stjórnandi hátíðarinnar, segir ástæðuna fyrir því að hátíðin fari nú í Rif vera sá að skortur er á gistirými í Grundarfirði. „Ferðamennskan er mikil í Grundarfirði núna og allt gistirými er uppbókuð langt fram í tímann. Við færðum hátíðin frá mars til októbers fyrir þremur árum því allt gistirými í mars var uppbókað ári fyrr. Þegar ég ætlaði að panta gistingu fyrir þá sem ég er að bjóða á hátíðina í ár, listamenn og fleiri, sá ég að allt gistirými var að verða uppbókað. Við leituðum því til Kára Viðarssonar í Frystiklefanum en við höfðum rætt það saman áður að vera í samstarfi og þessi tímapunktur hentað vel. Það var ekki auðveld ákvörðun að taka þetta skref, ég er Grundfirðingur og þessi hátíð hefur gengið vel í minni gömlu heimabyggð. Á næsta ári verður tíu ára afmæli hátíðarinnar og sú hátíð gæti verið haldin í Grundarfirði, það er aldrei að vita. Það hefur engin ákvörðun verið tekin um hvort hátíðin verður í Rifi til frambúðar og enn er möguleiki að nokkur hluti af dagskránni verði í Grundarfirði,“ segir Dögg.

 

Auknir möguleikar

Dögg segist vera orðin spennt fyrir að halda hátíðina í Rifi og telur jafnvel að það hafi kosti í för með sér. „Ég tel að það séu möguleikar til þess að stækka hátíðina með því að halda hana í Rifi. Auk þess sem það er meira gistirými, þá er stærra rými til þess að halda hátíðina í. Við verðum með nýjung í ár þar sem við ætlum að sýna videoverk en það hefur verið draumur lengi að hægt verði að sameina fleiri listgreinar á hátíðinni. Það er skemmtilegt að vera með fjölbreyttari flóru og fá inn tónlistar- og myndlistarmenn.“

Búið er að loka fyrir umsóknir erlendra kvikmynda á hátíðinni en 200 myndir bárust hátíðinni. Enn er opið fyrir umsóknir fyrir íslenskar myndir auk videoverka. „Þetta er mjög spennandi og hátíðin verður kannski með aðeins öðru sniði en vanalega. Ég vona að viðtökurnar verði eins góðar og árin á undan og fólk á Snæfellsnesi verið jafn duglegt að sækja hátíðina,“ segir Dögg að endingu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira