
Arndís ráðin launafulltrúi Borgarbyggðar
Nýverið auglýsti sveitarfélagið Borgarbyggð starf launafulltrúa laust til umsóknar, eftir að Ingibjörg Ingimarsdóttir hafði ákveðið að láta af störfum í haust. Níu umsóknir bárust um starfið. Ákveðið var að ráða Arndísi Guðmundsdóttur á Bjarnastöðum í Hvítársíðu. Hún er verslunarstjóri og bóndi en hefur áður m.a. sinnt starfi innheimtufulltrúa Borgarbyggðar.