Líklegt er að allt innanstokks í húsinu sé ónýtt eftir eldinn.

Vélsmiðjan Jötunstál á Akranesi eldi að bráð

Þegar starfsmenn vélsmiðjunnar Jötunstáls á Breiðinni á Akranesi mættu til vinnu í morgun fyrir klukkan 8 mætti þeim mikill reykur í húsakynnum fyrirtækisins. Allur tiltækur mannskapur frá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar var kallaður út sem og lögregla. Mikill eldur var í húsinu og þá var vitað um kúta innandyra sem sprengihætta var af. Nokkrir þeirra sprungu meðan slökkvistarf stóð yfir. Að sögn lögreglu er talið að eldurinn hafi komið upp í bifreið sem stóð innandyra. Slökkvistarf stóð enn yfir, rúmri klukkustund eftir að slökkvilið mætti á staðinn. Samliggjandi í húsinu er veiðarfærageymsla útgerðarmanns og var einhver reykur kominn í þann hluta einnig en ekki eldur. Þá lagði reyk frá þakskeggi hússins og því líklegt að eldur hafi læst sig í einangrun í þaki. Ljóst er að mikið tjón hefur orðið á húsinu og öllu innanstokks í vélsmiðjunni Jötunstáli. Innan við tvö ár eru síðan eldur kom upp í sömu vélsmiðju, en þá mun tjón hafa orðið minna en nú, en þó allverulegt.

Vélsmiðjan Jötunstál á Akranesi eldi að bráð_1 Vélsmiðjan Jötunstál á Akranesi eldi að bráð_2 Vélsmiðjan Jötunstál á Akranesi eldi að bráð_3 Vélsmiðjan Jötunstál á Akranesi eldi að bráð_5 Vélsmiðjan Jötunstál á Akranesi eldi að bráð_6 Vélsmiðjan Jötunstál á Akranesi eldi að bráð_7 Vélsmiðjan Jötunstál á Akranesi eldi að bráð_8 Vélsmiðjan Jötunstál á Akranesi eldi að bráð_9

Líkar þetta

Fleiri fréttir