Sigríður Júlía Brynleifsdóttir.

Sigríður Júlía ráðin sviðsstjóri hjá Skógræktinni

Fyrr í vikunni var ráðið í þrjár stjórnunarstöður hjá Skógræktinni, nýrri og sameinaðri stofnun ríkisins. Aðalsteinn Sigurgeirsson var ráðinn sem fagmálastjóri, Hreinn Óskarsson sem sviðsstjóri samhæfingarsviðs og loks Sigríður Júlía Brynleifsdóttir sem sviðsstjóri skógarauðlindasviðs.  Sigríður Júlía hefur undanfarin ár starfað sem framkvæmdastjóri Vesturlandsskóga. Hún lauk meistaraprófi skógfræði frá Ási í Noregi og hóf fyrst störf hjá Vesturlandsskógum árið 2003 en tók við framkvæmdastjóra starfinu árið 2013. Starf sviðsstjóra skógarauðlindasviðs felst meðal annars í því að bera ábyrgð á rekstri þjóðskóganna og hafa yfirumsjón með framlögum til skógræktar á lögbýlum auk þess að vinna að samþættingu þessara tveggja verkefna eftir því sem þurfa þykir.

Líkar þetta

Fleiri fréttir