Samfylkingin heldur flokksval í september

Samfylkingin hefur unnið að undirbúningi alþingiskosninganna um nokkurra mánaða skeið, segir í tilkynningu. Flokksval verður haldið í Reykjavík, Suðvesturkjördæmi og Norðvesturkjördæmi 8.-10. september en í Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi verður beitt uppstillingu við val á framboðslista. Þá kemur fram í tilkynningu frá flokksskrifstofunni að búið er að ráða Bryndísi Ísfold Hlöðversdóttir í starf kosningastjóra.

Líkar þetta

Fleiri fréttir