Strandveiðin hleypur lífi í bæjarfélögin

Mikill fjöldi strandveiðibáta er gerður út frá Snæfellsnesi í sumar og myndast oft skemmtileg stemning í höfnunum þegar bátarnir koma að landi.  Ferðamenn hafa komið að spjalla við trillukarlana og sýnt veiðunum mikla athygli og hafa þeir fylgst með löndun og skoðað aflann. Aflabrögð jafnt sem tíðarfar hefur verið mjög gott í sumar og eru menn sáttir með árangurinn.  Flestum sem gera út strandveiðibáta finnst þó að þeir fái alltof fáa daga til veiðanna.  Áætlað var að á morgun ljúki veiðunum á svæðinu frá Snæfellsnesi og vestur um til Súðavíkur. Meðfylgjandi mynd tók Alfons Finnsson fréttaritari Skessuhorns í höfninni í Ólafsvík.

Líkar þetta

Fleiri fréttir