Sækist eftir fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokks

Aðalsteinn Orri Arason hefur tilkynnt að hann sækist eftir fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi í komandi prófkjöri. Aðalsteinn Orri er 25 ára og er frá Varmahlíð í Skagafirði. Hann er stúdent og húsasmiður frá Fjölbrautaskóla Norðlands vestra, búfræðingur frá Landbúnaðarháskóla Íslands og starfar sem landbúnaðar- og byggingaverktaki. Hann kveðst í tilkynningu til fjölmiðla hafa brennandi áhuga á stjórnmálum og málefnum líðandi stundar og segir markmið sín skýr: „Huga þarf að jaðarsvæðum þar sem byggð stendur höllum fæti. Bættar samgöngur, öflugar tengingar og dreifikerfi. Grunnþjónusta svo sem menntun og heilbrigðisþjónusta þarf að vera góð. Jöfn tækifæri allra til náms, starfa og athafna. Stöðuleiki atvinnulífs í kjördæminu. Frelsi fólks til nýsköpunnar. Nýting lands og sjávar samhliða verndun. Skapandi greinar að ógleymdum vaxandi tækifærum í ferðaþjónustu. Svona mætti lengi telja. Ég vona að ég hitti sem flesta og fái að heyra mismunandi sjónarmið sem brenna á fólki svo farsæla niðurstöðu sé hægt að fá í sem flestum málum,“ segir Aðalsteinn Orri í tilkynningu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir