
Borgarbyggð auglýsir eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga
Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar fyrir árið 2016 verða veittar í fjórum flokkum. Þeir eru: Besti frágangur lóðar við íbúðarhúsnæði, besti frágangur lóðar við atvinnuhúsnæði, snyrtilegasta bændabýlið og að lokum verður veitt sérstök viðurkenning umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar.
Sveitarfélagið óskar eftir tilnefningum í öllum fjórum flokkum og bent er á að hver og einn getur sent inn margar tilnefningar. Tilnefningar skulu sendast skriflega á skrifstofu Borgarbyggðar eða í tölvupósti á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is eigi síðar en miðvikudaginn 10. ágúst næstkomandi.