Borgarbyggð auglýsir eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga

Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar fyrir árið 2016 verða veittar í fjórum flokkum. Þeir eru: Besti frágangur lóðar við íbúðarhúsnæði, besti frágangur lóðar við atvinnuhúsnæði, snyrtilegasta bændabýlið og að lokum verður veitt sérstök viðurkenning umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar.

Sveitarfélagið óskar eftir tilnefningum í öllum fjórum flokkum og bent er á að hver og einn getur sent inn margar tilnefningar. Tilnefningar skulu sendast skriflega á skrifstofu Borgarbyggðar eða í tölvupósti á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is eigi síðar en miðvikudaginn 10. ágúst næstkomandi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira