Bleikjan tók í hverju kasti

Veiðin í Hraunsfirði á Snæfellsnesi hefur verið dyntótt í vor og sumar. Menn hafa verið að gera þokkalega veiði, en fiskurinn getur verið tregur að taka, bæði laxinn og bleikjan. En það hafa komið dagar sem fiskurinn gefur sig og þá er fjör. „Við vorum þarna fyrir nokkrum dögum og fengum 16 flottar bleikjur. Þær stærstu voru 44 sentimetrar,“ sagði Jón Skelfir Ársælsson veiðimaður, sem hefur marga fjöruna sopið í veiðinni. „Það var torfa þarna af bleikju og hún tók fluguna grimmt. Þetta var mjög skemmtilegt. Veiðimenn voru ekki að fá mikið en Addi Fannar, sem kenndur er við Skítamórlal, fékk lax,“ sagði Jón ennfremur.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Heba Bjarg er dúx FVA

Föstudaginn 28. maí voru 55 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands. Heba Bjarg Einarsdóttir var með bestan námsárangur á stúdentsprófi með... Lesa meira

Slaka á samkomutakmörkunum

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur tilkynnt um slakanir á samkomutakmörkunum frá og með þriðjudeginum 15. júní. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 150... Lesa meira